Fyrir tæpum tveimur áratugum, á árinu 1993, voru innan við 200 hundar skráðir á Akureyri. Eftir aldamótin 2000 hefur hundahald aukist jafnt og þétt og er nú sem fyrr segir tæplega 600 hundar haldnir í bænum. Hvað varðar kattaeign Akureyringa segir Bergur Þorri að samkvæmt þeim upplýsingum sem fengist hafi hjá dýralæknum megi búast við að á bilinu 4-5 þúsund kettir séu í bæjarfélaginu. Ný samþykkt um kattahald var samþykkt í bæjarstjórn á dögunum. Samkvæmt henni ber eigendum katta að skrá þá, örmerkja og tryggja. Þá munu kattaeigendur framvegis þurf að borga skráningargjald að upphæð 10 þúsund krónur og 6 þúsund krónur í leyfisgjald fyrir hvern kött. Hver einstaklingur má samkvæmt nýju samþykktinni eiga að hámarki þrjá ketti.