Starfsfólk T Plús hefur margra ára starfsreynslu á sviði bakvinnslu, uppgjörsvinnu og vörslu verðbréfa. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en mun þjónusta landið allt, enda fara flest viðskipti fram með rafrænum hætti. T Plús mun auka atvinnumöguleika á Norðurlandi og fyrst um sinn munu sjö starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu.
Katrín Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri T Plús. Katrín var áður framkvæmdastjóri Uppgjörssviðs Saga Fjárfestingarbanka og þar áður deildarstjóri hjá Arion verðbréfavörslu og Kaupþingi. Katrín segir að T Plús hafi markað sér þá stefnu að veita bestu þjónustu sem völ er á fyrir sanngjarnt verð. ,,Fyrirtækið leggur gríðarmikla áherslu á að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á milli viðskiptavina fyrirtækisins innbyrðis og eins á milli fyrirtækisins sjálfs og viðskiptavina þess," segir Katrín Ýr .