„Við vitum ekki ennþá hvort svifryksgildin eru yfir heilsuverndarmörkum," segir Þórey Agnarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, en svifryksmælir settur upp í Boganum í síðustu viku. Kvartanir höfðu borist frá leikmönnum og
höfðu starfsmenn í kjölfarið samband við Heilbrigðiseftirlitið sem einnig fékk til liðs við sig fulltrúa Vinnueftirlits og Fasteigna
Akureyrarbæjar.
„Það var sameiginleg niðurstða okkar að best væri að gera svifryksmælingu til að skoða loftgæði, láta síðan
djúphreinsa grasteppið og að því búnu að framkvæmda aðra samanburðarmælingu," segir Þórey, en gert er ráð fyrir
að niðurstöður úr mælingum liggi fyrir eftir um það bil þrjár vikur.