Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar í vikunni var lögð fram ályktun frá framhaldsaðalfundi Hollvinafélags
Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar, en félagið vill hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp búnaðarsögusafn að Saurbæ. Í
ályktunni er því m.a. beint til sveitarstjórnar að auka þrýsting á mennta- og menningarmálaráðuneytið um að taka til
afgreiðslu án tafar margra ára gamla beiðni sveitarstjórnar um að fá til eignar öll bæjarhúsin í Saurbæ.
Einnig er skorað á sveitarstjórn að leggja nokkurt fé í að bæta umhverfi Saurbæjarhúsanna og ásýnd þeirra um leið
og jákvætt svar fæst frá ráðuneytinu. Það kom fram hjá sveitarstjóra að hann hefur haft samband við
ráðuneytið og ítrekað beiðni sveitarfélagsins um að fá Saurbæjarhúsin afhent.