Sveinbjörn kallaður inn í hópinn fyrir Þýskalandsleikinn

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi á morgun í undankeppni EM í handbolta. Björgvin Páll Gústavsson markvörður meiddist á auga undir lok æfingar hjá landsliðinu í morgun og er úr leik. Sveinbjörn hélt utan í hádeginu til móts við liðið. Leikur Þýskalands og Íslands hefst kl. 16:45 á morgun að íslenskum tíma og er bæði sýndur á RÚV og Stöð 2 Sport. Frá þessu var greint á RÚV.

Nýjast