Sveinbjörn besti leikmaður umferða 8-14

Sveinbjörn Pétursson markvörður Akureyrar var í hádeginu í dag valinn besti leikmaður umferða 8-14 í N1-deild karla í handbolta. Sveinbjörn hefur farið á kostum í marki norðanmanna í vetur og var í gær valinn í landsliðshópinn fyrir tvo leiki gegn Þjóðverjum í marsmánuði.

Þá var Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar valinn besti þjálfarinn, auk þess að sem Akureyri fékk viðurkenningu fyrir bestu umgjörð.

Tveir aðrir leikmenn Akureyrar voru valdir í lið umferðanna en Oddur Gretarsson var valinn besti vinstri hornamaðurinn og Heimir Örn Árnason besta vinstri skytta, þó Heimir spili öllu jöfnu sem miðjumaður. Þá var Vilhelm Gauti Bergsveinsson leikmaður HK valinn besti varnarmaðurinn.
 

Lið umferða 8-14 lítur þannig út:

Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri
Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, Fram
Vinstri skytta: Heimir Örn Árnason, Akureyri
Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, Selfoss
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH

Nýjast