Starfsmannafélag Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Alls söfnuðust 60 þúsund krónur með liðsinni gesta íþróttamiðstöðvarinnar sem fengu frítt kaffi en gátu á móti styrkt söfnunina með frjálsum framlögum. Starfsfólk klæddist m.a. bleikum vinnubolum í október til að minna á verkefnið og fjársöfnunina.