Stefnir á HM unglinga í sumar

Kolbeinn Höður Gunnarsson, frjálsíþróttamaður hjá UFA, hefur farið mikinn það sem af er ári. Nú síðast vann hann Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands sem haldið var í Laugardagshöllinni sl. helgi.

Þar var flest allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins komið saman, en keppendur voru alls 174 frá 15 félögum. Kolbeinn sigraði í 400 m hlaupi á tímanum 50,47 sekúndum. Einnig vann Bjartmar Örnuson, samherji Kolbeins hjá UFA, til gullverðlauna á mótinu en hann sigraði í 800 m hlaupi á tímanum 50,84 sek. Kolbeinn hafði áður unnið fern gullverðlaun á Stórmóti ÍR á árinu og einnig þrenn gullverðlaun MÍ 15-22 ára. Hann segir árangur sinn á Meistarmótinu um liðna helgi hafa komið sér nokkuð á óvart.

„Ég bjóst nú ekki alveg við þessu en þetta var auðvitað mjög ánægjulegt,” segir Kolbeinn.

Nánar er rætt við Kolbein í Vikudegi.

Nýjast