Auk þess sem SGS lagði áherslu á að þar sem samkomulag hefur náðst í sérmálum undanfarnar vikur - héldi það samkomulag inn í nýjan samning. Er viðræðum var slitið sl. föstudag var enn ósamið í málefnum ræstingar og fiskvinnslu og er lögð áhersla á að ná sátt í þeim málum næstu daga. Samningaviðræðum undir forystu samninganefndar ASÍ við SA var slitið á föstudagskvöld er Samtök atvinnulífsins slitu viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórnina um fiskveiðistjórnunarmál. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.