Staða kynjanna á vinnumarkaði til umræðu á baráttudegi kvenna

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, þriðudaginn 8. mars, verður boðað til hádegisfundar á Akureyri, þar sem rætt verður um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði, launajafnrétti og aðgerðir sem geta stuðlað að jafnrétti kynjanna. Fundurinn fer fram á Hótel Kea og stendur frá kl. 12-13.30.  

Á þessum hádegisfundi Jafnréttisstofu, ASÍ, KÍ, BHM, BSRB og Akureyrarbæjar verða flutt þrjú erindi. Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um launamun kynjanna en í ár eru 50 ár frá setningu laga um launajöfnuð kvenna og karla. Katrín Björg Ríkarðsdóttir kynnir aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema kynbunið launamisrétti og hvernig nýtt verklag getur tryggt góðan árangur og Katrín Anna Guðmundsdóttir flytur erindi um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð á tímum niðurskurðar. Fundarstjóri er Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar.

Nýjast