SR í lykilstöðu eftir sigur gegn SA á heimavelli

SR er komið í lykilstöðu í baráttunni við SA um Íslandsmeistararitilinn í íshokkí karla eftir 3:2 sigur á heimavelli í kvöld í framlengdum leik. Egill Þormóðsson var hetja SR er hann skoraði gullmark í framlengingunni. Björn Sigurðsson og Gauti Þormóðsson voru einnig á meðal markaskorara heimamanna í leiknum en Björn Már Jakobsson og Steinar Grettisson skoruðu mörk SA. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari og því getur SR klárað einvígið á fimmtudaginn kemur, þegar liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:00.

Nýjast