Spurst fyrir um slysatíðni á vegaköflum á Íslandi

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi hefur sent fyrirspurn til innanríkisráðherra um slysatíðni á þjóðvegum á Íslandi. Sigmundur spyr annars vegar á hvaða vegaköflum á Íslandi sé slysatíðni mest miðað við milljón ekna kílómetra. Hins vegar spyr hann um hvaða tillit verður tekið til slysatíðni á þjóðvegum landsins við gerð nýrrar samgönguáætlunar.  

Beðið er um lista yfir 25 hættulegustu vegakaflana á Íslandi, samkvæmt fyrrgreindum forsendum, en vitað er að Vegagerðin notar þær við söfnun upplýsinga um fjölda slysa og umferðarmagn.

Nýjast