Ásthildur Sturludóttir tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri á haustdögum og hefur undanfarnar vikur og mánuði verið að koma sér inn í starfið. Hún segir mörg tækifæri vera til staðar á Akureyri til að efla samfélagið og fjölga þannig íbúum bæjarins.
Ásthildur fór að ráðum eiginmannsins þegar hún sótti um starfið og segir fjölskylduna ánægða með flutningana norður. Vikudagur heimsótti Ásthildi í Ráðhúsið en nálgast má ítarlegt viðtal við bæjarstjórann í prentútgáfu blaðsins.