Aftur er það rómantíkin sem ræður för í flutningi þeirra á sönglögum og dúettum úr rómantískum söngleikjum frá Oklahoma til Óperudraugsins. Michael Jón hefur starfað um margra áratuga skeið á Akureyri í öllu mögulegu tónlistartengdu, en er e.t.v. síst þekktur fyrir flutning á söngleikjatónlist, þó hefur hann útsett og stjórnað fjórum söngleikjum.
Alexandra er orkubolti sönglífsins í Skagafirði og hefur afrekað hvert stórvirkið á fætur öðru síðan hún fluttist þangað fyrir nokkrum árum. Hún hefur stofnað söngskóla og sett upp m.a. þrjár óperur. Þau fá til liðs við sig einn orkuboltann til viðbótar, Risto Laur, sem skaut upp kollinum nýlega á Akureyri beint frá Eistlandi. Hann er ekki bara píanóleikari, heldur heil hljómsveit.