Sofnaði og keyrði niður vegrið
Ökumaður um tvítugt ók bíl sínum niður nokkra staura í vegriði við sveitabæinn Teig á Eyjafjarðarbraut vestri
á Akureyri um kl. 21:30 í gærkvöld. Bíllinn hafnaði utan vegar en ökumaðurinn slapp með skrámur. Talið er að
ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri en hann var einn í bílnum. Bíllinn er talsvert skemmdur.
Nýjast