Snjótroðarinn í Kjarnaskógi er fjarri því að vera nýr því hann var keyptur gamall og lúinn frá Hólmavík en starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa unnið að því hörðum höndum síðasta árið að gera hann upp. Stefnt er að því að taka snjótroðarann í fulla notkun á næstu dögum. Upplýsingar um skíðafæri í Kjarnaskógi eru uppfærðar daglega í síma 878 4050. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.