Slóvenía í beinu flugi frá Akureyri næsta sumar

Á næsta ári eru 20 ár siðan Slóvenía öðlaðist sjáfstæði (tilheyrði áður Júgóslavíu), en Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæðið. Slóvenar eru okkur afar þakklátir og hyggst stór hópur sækja Ísland heim í tilefni þessara tímamóta.  Um leið gefst Íslendingum tækifæri til þess að fljúga frá Akureyri beint til höfuðborgarinnar Ljubljana 24. júní og heim aftur 8 dögum síðar, 2. júlí. Flogið með 136 sæta  Airbus frá slóvenska flugfélaginu Adria Airways.  

Slóvenar eru glaðvært fólk og afar gestrisnir.  Ekki spillir einstök náttúrufegurð og veðurfarselg fjölbreyttni landsins, sem nær frá Miðjarðarhafi upp í Alpafjöll og allt til gresja Ungverjalands. Slóvenarnir, sem hingað koma, munu að einhverju leyti dreifast um allt land.  Hver Slóveni mun m.a. gróðursetja eitt tré hér á landi í þakklætisskyni fyrir stuðning þjóðarinnar fyrir 20 árum. Það er Ferðaskrifstofan Nonni, sem skipuleggur ferðina til Slóveníu og tekur á móti hinum erlendu gestum.  Skrifstofan hóf rekstur 1989 og hefur allar götur síðan lagt aðaláherslu á móttöku erlendra ferðamanna hér á landi, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast