Slökkvilið Akureyrar í útköllum vegna leysinga

Eftir mikla snjókomu í byrjun ársins hefur hann brostið á með sunnanþey og hlýindum. Eins og alltaf þá bráðnar snjórinn og vill þá vatnið ekki alltaf fara rétta leið eins og hönnun gatna og húsa gerir ráð fyrir. Slökkviliðið hafði þegar sinnt tveimur útköllum vegna vatnsleka um hádegi í dag.   

Annar lekinn er minniháttar innanhúss en hinn var talsvert meiri við Ásatún þar sem starfsmenn Akureyrarbæjar höfðu áhyggjur af því að rafmagnskassi væri að fara á kaf í vatni.  Slökkviliðið mætti á staðinn dældi tugum tonna af vatni rétta leið. Þetta kemur fram á vef Slökkviliðsins.

Nýjast