Skrifstofa IASC til Akureyrar

Skrifstofur norðurslóðamála eru í Borgum á Akureyri. Mynd: arcticportal.org
Skrifstofur norðurslóðamála eru í Borgum á Akureyri. Mynd: arcticportal.org

Skrif­stofa Alþjóðlegu norður­skauts­vís­inda­nefnd­ar­inn­ar (IASC) verður flutt frá Þýskalandi til Ak­ur­eyr­ar um næstu ára­mót. Þetta var samþykkt á fundi nefnd­ar­inn­ar í Fair­banks í Alaska í gær­kvöldi en Rík­is­stjórn Íslands ákvað um miðjan fe­brú­ar, að til­lögu for­sæt­is­ráðherra, að veita fjár­magni til rekst­urs skrif­stof­unn­ar til næstu fimm ára.

„Mark­mið Alþjóðlegu norður­skauts­vís­inda­nefnd­ar­inn­ar er að stuðla að sam­starfi um rann­sókn­ir á norður­slóðum og að veita ráðgjöf til stjórn­valda um mál­efni þeirra. Stofn­un­in leiðir sam­an op­in­ber­ar rann­sókn­ar­stofn­an­ir og -sam­tök frá 23 lönd­um og hef­ur skipað sér sess sem einn mik­il­væg­asti alþjóðlegi sam­starfs­vett­vang­ur­inn um rann­sókn­ir og vökt­un á norður­slóðum,“ seg­ir í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um málið.

Þar kem­ur jafn­framt fram að á Ak­ur­eyri sé fyr­ir öfl­ugt norður­slóðasam­fé­lag stofn­anna og fyr­ir­tækja sem gæti skapað ýmis kon­ar sam­virkni við IASC skrif­stof­una. Rannís hef­ur frá upp­hafi átt aðild að IASC fyr­ir hönd Íslands. IASC hef­ur áheyrn­araðild að Norður­skauts­ráðinu og gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki við miðlun upp­lýs­inga frá vís­inda­sam­fé­lag­inu til ráðsins um niður­stöður rann­sókna á nátt­úru- og sam­fé­lags­breyt­ing­um á norður­slóðum.

Skrif­stofa norður­skauts­vís­inda­nefnd­ar­inn­ar hef­ur frá ár­inu 2009 verið staðsett í Pots­dam í Þýskalandi en áður hef­ur skrif­stofa IASC verið staðsett í Svíþjóð og Nor­egi. Skrif­stof­an er ábyrg fyr­ir dag­legri starf­semi IASC.

Nýjast