Grýtubakkahreppur og Gámaþjónusta Norðurlands hafa skrifað undir samning um úrgang og endurvinnsluefni í Grýtubakkahreppi. Meginmarkmið
samningsins er góð og hagkvæm meðferð úrgangs og endurvinnsluefna, aukin endurvinnsla og minni urðun.
Þá er markmið samningsins að auka skilning og vitund íbúa Grýtubakkahrepps fyrir endurvinnslu og góðri meðhöndlun úrgangs.
Með breytingunni er nú skylt að flokka úrgang, segir á vef sveitarfélagsins.