Skólaskemmtunum síðar í dag og kvöld aflýst vegna veðurs

Vonskuveður er á Akureyri þessa stundina og hafa foreldrar yngstu barnanna í grunnskólum bæjarins verið beðnir að sækja börn sín í skólann. Þá fellur jólasamvera eldri nemenda í Glerárskóla sem vera átti síðar í dag, niður vegna veðurs og einnig skólaball sem halda átti í Síðuskóla í kvöld. Í Glerárskóla verður þess í stað haldin nýársgleði á nýju ári.

Nýjast