Skiptihelgi í Hlíðarfjalli, á Dalvík og Siglufirði

Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eða á Dalvík og Siglufirði geta skíðað á hverju þessara svæða sem er um helgina þegar fyrsta skiptihelgi vetrarins verður að veruleika. Vetrarkortshafar framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skíðasvæðis og fá þar helgarpassa. Þetta er fyrst skiptihelgin af þremur sem ákveðið hefur verið að hafa á skíðasvæðunum þremur.

Nýjast