Skíðastaðagangan 2011 hefst í Hlíðarfjalli um helgina

Fyrsta mót Íslandsgöngunnar 2011 á skíðum fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri, laugardaginn 15. janúar næstkomandi kl. 12:00. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið í vetur.

Keppt verður í 24 km skíðagöngu en þar skiptast karlar og konur í flokkana 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Einnig er keppt í 12 og 4 km göngu í karla-og kvennaflokki.

Verðlaunaafhending verður í Íþróttahúsi Giljaskóla kl.15:30 þann sama dag. Skráning og frekari upplýsingar í síma 878-1624.

Nýjast