Skíðarútan er kærkomin nýjung í ferðaþjónustunni á Akureyri

Skíðarútan er kærkomin nýjung í ferðaþjónustunni á Akureyri. Rútan mun fara hring um bæinn og síðan upp í Hlíðarfjall þrisvar á dag þrjá daga vikunnar og verður fyrsta ferðin farin föstudaginn 21. janúar kl. 12 á hádegi. Í öllum helstu skíðabæjum heims eru samgöngur auðveldar á skíðasvæðin, hvort sem notast er við kláfferjur eða áætlunarbíla. Áætlunarferðir Skíðarútunnar auðvelda samspil skíðasvæðisins og annarrar þjónustu á Akureyri.  

Þess er vænst að bæði heimamenn og ferðafólk muni taka Skíðarútunni fegins hendi. Þessar áætlunarferðir eru fyrst og fremst hugsaðar til að bæta samgöngur milli Hlíðarfjalls og bæjarins með reglubundnum hætti en hópar geta einnig fengið ferð í Fjallið utan áætlunar og jafnvel látið sækja sig á flugvöllinn ef því ber að skipta. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast