"Þá sætir furðu að ekkert samráð skyldi haft við bæjaryfirvöld á Akureyri né hverfisráð Hríseyjar um skerðingu á þjónustunni heldur var breytingin tilkynnt með dreifibréfi undirrituðu af framkvæmdastjórn Heilsugæslustöðvarinnar. Hverfisráðið skorar á framkvæmdastjórn að endurskoða þessa ákvörðun og koma til viðræðna við bæjaryfirvöld á Akureyri og hverfisráð um framkvæmd þjónustunnar þannig að viðunandi lausn fáist."
Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun og þar var bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri falið að taka upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið.