Alls bárust sjö tilboð í ána, fimm þeirra til eins árs eins og veiðifélag árinnar lagði upp með, en tvö voru annars vegar til 3ja ára og hins vegar til 10 ára. Eins árs tilboðin voru á bilinu 760.000 til 1.210.000 krónur, en tíu ára leigutilboðið sem kom frá Stangaveiðifélögum Siglufjarðar og Akureyrar sameiginlega, var upp á 1,3 milljónir. Veitt er á 4 stangir frá 15. júlí til 15. ágúst, en eftir það er þeim fækkað í tvær og veiði bönnuð efst í ánni. Í ánni er eingöngu sjóbleikja og verður kvóti upp á 7 drepna fiska á stöng á dag.