Sigrún Stefánsdóttir varabæjar- fulltrúi baðst lausnar

Sigrún Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur beðist lausnar frá störfum í bæjarstjórn Akureyrar og var beiðni hennar samþykkt á fundi bæjarstjórnar  sl. þriðjudag. Sigrún skipaði 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í kosningunum í vor og var því fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Sigrún sagði að ástæður þessa væru persónulegar en ekki af neinni óánægju.  

Hún er áfram í Samfylkingunni og útilokar það ekki að snúa aftur í pólitík síðar. Samfylkingin á einn fulltrúa í bæjarstjórn, Herman Jón Tómasson. Sæti Sigrúnar sem fyrsti varabæjarfulltrúi, tekur Logi Már Einarsson en hann skipaði 3. sæti listans í vor. Einnig verða breytingar í nefndum vegna brotthvarfs Sigrúnar. Má þar nefna að Helena Þ. Karlsdóttir tekur sæti Sigrúnar í stjórn Akureyrarstofu og Árni Óðinsson tekur sæti Helenar í íþróttaráði.

Nýjast