Hún er áfram í Samfylkingunni og útilokar það ekki að snúa aftur í pólitík síðar. Samfylkingin á einn fulltrúa í bæjarstjórn, Herman Jón Tómasson. Sæti Sigrúnar sem fyrsti varabæjarfulltrúi, tekur Logi Már Einarsson en hann skipaði 3. sæti listans í vor. Einnig verða breytingar í nefndum vegna brotthvarfs Sigrúnar. Má þar nefna að Helena Þ. Karlsdóttir tekur sæti Sigrúnar í stjórn Akureyrarstofu og Árni Óðinsson tekur sæti Helenar í íþróttaráði.