Kirkjukórinn syngur við allar almennar messur í sókninni og á aðventukvöldum. Auk þess hefur hann haldið tónleika m.a. í samstarfi við Samkór Svarfdæla, nú síðast jólatónleika í Bergi á Dalvík og á Melum í Hörgárdal. Auk þess hefur kórinn sungið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, í Seli, á dvalarheimilinu Hlíð, í Kjarnalundi og Kristnesi. Á síðasta ári komu nýir meðhjálparar til starfa í Möðruvallakirkju. Það eru þær Jónína Garðarsdóttir, Litlu-Brekku, og Sigríður Guðmundsdóttir, Þríhyrningi. Þær tóku við af Mörtu Gestsdóttir frá Þríhyrningi. Sóknarprestur er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Þetta kemur fram á vef Hörgársveitar.