Síðustu Jazzta tónleikarnir

Síðustu tónleikar í röð heitra tónleika sem bera nafnið Jazzta, verða á Götubarnum á Akureyri miðvikudaginn 13. apríl kl. 21.00. Um er að ræða jazztónleika með nýju yfirbragði á vegum Tónlistarskólans á Akureyri og Jazzklúbbs Akureyrar. Þetta eru jafnframt síðustu tónleikarnir í Jazzta tónleikaröðinni og sem fyrr er aðgangur ókeypis.  

Á tónleikunum koma fram: Matisand Jazz trio og og Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri. Matisand Jazztríó skipa gítarleikarinn Matti Tapani Saarinen, básúnuleikarinn Einar Bjarni Björnsson og trommuleikarinn Emil Þorri Emilsson. Þeir spila frumsamin verk eftir Matta og má helst lýsa þeim sem melódískum og þungum nútímajazz. Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar nútímatónlist byggða á klassískri tækni og nútíma tónlistarstílum, eins og t.d jazz og heimstónlist, með því takmarki að sýna nemendum ferska og skemmtilega nálgun á gæða tónlistarfræðslu. Alberto Porro Carmona hefur stjórnað stórsveitinni síðustu þrjú ár við góðan orðstýr.

Nýjast