Mótorsportið fer á stað með fullum krafti um helgina, en þá fer fram á Akureyri bæði Sjallasandspyrnan og Greifatorfæran 2011. Sandspyrnan verður haldin föstudaginn 20. maí, og hefst keppni kl. 21:00 á Akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Torfæran fer svo fram laugardaginn 21. maí í landi Glerár ofan Akureyrar og er þetta fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru í sumar. Keppt verður í þremur flokkum, flokki götubíla, sérútbúinna götujeppa og sérútbúinna jeppa. Keppni hefst kl. 13:00.