Hafi tekist formlegt samstarf við einstaklinga eða hópa í Færeyjum eða Grænlandi er hægt að sækja um ferðastyrk fyrir allt að 20.000 kr. fyrir hvern einstakling. Hér er því komið kjörið tækifæri til að horfa til okkar næstu nágranna þegar fræðsla og menning er annars vegar. Auglýsing um styrkina mun birtast í lok vikunnar og er gert ráð fyrir að álitlegustu verkefnin verði valin í lok mars.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi iðnaðarráðuneytisins 8652680 - thorir.hrafnsson@idn.stjr.is