Samkomulag hefur náðst kjaraviðræðum við Becromal

Eini ljósi punkturinn í gær var að það náðist samkomulag í viðræðum við Becromal. „Við munum kynna samkomulagið fyrir starfsmönnum fyrirtækisins á fundum næsta þriðjudag," segir Björn Snæbjörnsson. Það verða tveir fundur á þriðjudaginn, kl. 14 og 17 á skrifstofu Einingar-Iðju.  

Að loknum fundunum munu starfsmenn ganga til atkvæðagreiðslu um samkomulagið. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins næsta miðvikudag milli kl. 8 og 15. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Þar kemur kemur einnig fram að í gærkvöld slitnaði upp úr viðræðum á milli ASÍ og SA og segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju að gærdagurinn sé eitthvað sem hann hafi aldrei á sínum langa ferli í samningaviðræðum orðið vitni að. "Þetta er algjör skrípaleikur þar sem LÍÚ heldur SA í gíslingu í sambandi við þessa samninga. Það er alveg ljóst að það lá hér um bið þriggja ára samningur áborðinu og einnig þessi skammtíma sem búið var að lofa að yrði skrifað en þetta stoppaði allt á því að það átti að stilla okkur upp við vegg um að við áttum að fara í átök við ríkisstjórnina út af sjávarútvegsmálum. Það var samdóma álit manna að í því tækjum við ekki þátt og við teljum að það sé mjög alvarlegt hvernig SA hefur gengið á bak orða sinna miðað við það að það var í raun búið að handsala þennan skammtímasamning ef næðist ekki lengri samningur. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð sem tekið verður á en sáttasemjari er búinn að boða okkur á fund næsta mánudag þannig að þá kemur eitthvað í ljós," Segir Björn Snæbjörnsson á vef félagsins.

Nýjast