Samherji veitir 13 starfsmönnum sínum hvatningarverðlaun

Samherji hf. hefur ákveðið að veita 13 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi mætingu til vinnu á árinu 2010. Starfsmennirnir fá hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið veitir slíka viðurkenningu.  

Það er stefna Samherja að stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsmanna sinna. Einn liður í því er að greiða niður kostnað við líkamsrækt og ýmsa íþróttaiðkun starfsmanna. Á liðnu ári nýttu rúmlega hundrað starfsmenn sér sérstakan íþróttastyrk Samherja og hefur þeim sem nýta sér styrkinn farið stöðugt fjölgandi frá því byrjað var á slíkum styrkveitingum fyrir sjö árum. Samstarf Samherja og fyrirtækisins Heilsuverndar er hluti af heilsustefnu fyrirtækisins. Fylgst er með heilsufari starfsfólks með reglulegum mælingum auk þess sem Heilsuvernd gefur út pistla um bætta heilsu og er þeim dreift á starfstöðvum Samherja. Heilsuátak á skipum Samherja er annar angi þess að stuðla að bættri heilsu starfsmanna. Átakið felst m.a. í því að breyta mataræðinu um borð og stuðla að aukinni hreyfingu, bæði um borð og í frítíma sjómanna. Það verkefni hefur verið í gangi hjá Samherja í fjögur ár. Markmiðið með heilsuátakinu er að auka almennt heilbrigði og fækka álagstengdum slysum. Nú þegar hefur náðst sýnilegur árangur sem mikil ánægja er með. Stefnan er að gera enn betur í ár á öllum sviðum. Óskastaðan er sú að meirihluti starfsmanna nýti sér íþróttastyrkinn sem í boði er og fari í kjölfarið að stunda reglulega hreyfingu, segir í fréttatilkynningu.

Eftirtaldir starfsmenn hljóta hvatningarverðlaun Samherja árið 2011: !

Nafn starfsmanns og vinnustaður    

Sylvía Ægisdóttir Reykfiskur 

Árni Halldórsson  Landvinnsla, Dalvík    

Sigurbjörn Hjörleifsson Landvinnsla, Dalvík    

Hólmfríður Sigurðardóttir Landvinnsla, Dalvík  

Adrian Wilicki Hausaþurrkun  

Hörður Héðinsson Oddeyrin EA-210   

Hannes Skírnisson Snæfell EA-310   

Jón Emil Gylfason Björgvin EA-311  

Guðmundur I Guðmundsson Björgúlfur EA-312

Jóhannes Páll Jónsson Vilhelm Þorsteinsson EA-11     

Heimir Tómasson Skipaþjónusta, Akureyri  

Kristín Mjöll Benediktsdóttir Skrifstofa, Akureyri   

Olga Gísladóttir Fiskeldi    

Nýjast