Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Bröttubrekku. Snjóþekja eða hálkublettir og éljagagnur er á flestum öðrum leiðum og verið er að hreinsa. Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Hálfdáni, þæfingsfærð er á Kleifaheiði og Klettshálsi. Hálka og snjókoma er á Gemlufallsheiði en hálkublettir eða snjóþekja á felstum öðrum leiðum. Á Austurlandi er greiðfært á öllum leiðum en hálkublettir á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi eru hálkublettir við Kirkjubæjarklaustur og snjóþekja þaðan og langleiðina að Vík. Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og á flestum leiðum á Reykjanesi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.