Siglingaklúbburinn Nökkvi fékk styrk að upphæð kr. 250.000.- fyrir starfsemi klúbbsins á árinu. Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni fengu styrk að upphæð kr. 100.000.- til reksturs sumarbúðanna. Sömu upphæð fengu Sumarbúðirnar Ástjörn til reksturs sumarbúðanna þar. Ugla ehf., Reiðskóli Káts, fékk styrk að upphæð kr. 100.000.- vegna reiðnámskeiðs fyrir börn 4 til 14 ára. Saman hópurinn-félag um forvarnir, fékk styrk að upphæð kr. 50.000. vegna forvarnarstarfs hópsins á árinu. Þá fékk Skákfélag Akureyrar styrk að upphæð kr. 50.000.- vegna þátttöku Jóns Kristins Þorgeirssonar í Norðurlandamóti í skólaskák.