Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá mætast SA Víkingar og Björninn í
Skautahöll Akureyrar. Leikurinn er á heldur óvenjulegum tíma eða kl. 21:10. Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með 24 stig,
stigi á eftir toppliði SR og geta því með sigri í kvöld tyllt sér í toppsætið.
Bjarnarmönnum hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi í vetur en þeir hafa 11 stig í þriðja sæti. Þeir þurfa því
nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld til missa ekki SA og SR of langt fram úr sér.