SA Víkingar á toppinn eftir sigur gegn Birninum

SA Víkingar eru komnir í efsta sæti á Íslandsmóti karla í íshokkí eftir 5:1 sigur gegn Birninum í gær í Skautahöll Akureyrar. Ekkert mark var skorað í fyrsta leikhluta en heimamenn höfðu 2:1 forystu fyrir þriðja og síðasta leikhluta. Þar skoruðu Víkingar fjögur mörk gegn engu Bjarnarins og öruggur sigur í höfn.

SA Víkingar hafa nú tveggja stiga forystu á SR á toppnum. Víkingar hafa 27 stig en SR 25, sem eiga þó leik til góða. Björninn hefur áfram 11 stig í þriðja sætinu og úrslitakeppnin fjarlægist hjá þeim með hverjum leik þessa dagana.

Mörk SA Víkinga: Jóhann Már Leifsson 1,Andri Freyr Sverrisson 1,Sigurður S Sigurðsson 1, Andri Már Mikaelsson 1og Jón Benedikt Gíslason 1/0

Mörk Bjarnarins: Arnar Bragi Ingason og Einar Sveinn Guðnason.

Nýjast