SA-slagur í Skautahöllinni í kvöld

SA Jötnar og SA Víkingar mætast í innbyrðisviðureign Skautafélags Akureyrar í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí kl. 19:30. SA Víkingar hafa 30 stig í efsta sæti og eru þegar búnir að tryggja sig inn í úrslitakeppnina sem hefst í mars. SA Jötnar hafa 16 stig í þriðja sæti, en njóta góðs af velgengni Víkinga þar sem liðin munu sameinast í eitt í úrslitakeppninni.

Nýjast