SA knúði fram oddaleik

SA knúði fram oddaleik gegn SR með útisigri er liðin áttust við í fjórða sinn í dag í úrslitakeppni karla á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal. Lokatölur urðu 2:1 þar sem Josh Gribben skoraði sigurmark SA þremur mínútum fyrir leikslok. Áður hafði Andri Már Mikaelsson komið SA yfir en Steinar Páll Veigarsson jafnaði metin fyrir SR-inga. Öll mörkin komu í þriðja leikhluta. Liðin mætast því í hreinum úrslitaleik á þriðjudaginn kemur í Skautahöll Akureyrar. 

Nýjast