SA Jötnar skrúfuðu endanlega fyrir veikar vonir Bjarnarins um að komast í úrslitakeppnina á Íslandsmóti karla í
íshokkí, með 5:3 sigri gegn Bjarnarmönnum í Egilshöllinni í gærkvöld. Heimamenn komust í 3:1 en SA Jötnar minnkuðu muninn
í eitt mark fyrir þriðju og síðustu lotu. Þar skoruðu norðanmenn þrjú mörk gegn engu Bjarnarins og tryggðu sér sigurinn.
Það er því ljóst að slagurinn verður á milli SA og SR um titilinn í ár.
Jón Benedikt Gíslason skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þeir Stefán Hrafnsson, Andri Már Mikaelsson og Josh Gribben sitt markið
hver.
Fyrir Björninn skoruðu þeir Úlfar Andrésson, Hjörtur Geir Björnsson og Trausti Bergmann.
Liðin mætast aftur í Egilshöllinni í kvöld kl. 19:15.