SA Jötnar lögðu Björninn aftur að velli

SA Jötnar lögðu Björninn að velli í annað sinn á tveimur dögum er liðin mættust í Egilshöllinni í gærkvöl. Jötnar unnu 5:3 sl. föstudag en 4:3 í gær. Þar með eru SA Jötnar komnir upp fyrir Björninn í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, en Bjarnamenn hafa 11 stig á botninum.

Jón B. Gíslason skoraði tvívegis fyrir SA og þeir Ingþór Árnason og Helgi Gunnlaugsson sitt markið hver. Fyrir Björninn skoruðu þeir Hjörtur G. Björnsson, Falur Birkir Guðnason og Andri Steinn Hauksson.

Nýjast