SA Jötnar höfðu betur í botnslagnum gegn Birninum

SA Jötnar lögðu Björninn að velli, 7:3, er liðin mættust í Skautahöllinni í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Með sigrinum eru SA Jötnar komnir með 17 stig í deildinni en Björninn dregst enn meira aftur úr en liðið er í neðsta sæti með 11 stig. 

Jón B. Gíslason og Andri Mikaelsson skoruðu tvívegis fyrir SA og Birgir Þorsteinsson, Birgir Sveinsson og Jóhann Már Leifsson sitt markið hver. 

Fyrir Björninn skoruðu þeir Vilhelm Már Bjarnason, Trausti Bergmann og Brynjar Bergmann.

 

Nýjast