Skautafélag Akureyrar kom í veg fyrir að Skautafélag Reykjavíkur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í íshokkí karla í
kvöld með 3:2 sigri á heimavelli í þriðja leik liðanna. Staðan í einvíginu er 2:1 SR í vil og fer næsti leikur
fram á sunnudaginn kemur á heimvelli SR-inga. Það var að duga eða drepast fyrir SA í kvöld sem hafði 2:1 yfir eftir fyrstu lotu.
Bæði liðin skoruðu sitt hvor markið í annarri lotu og heimamenn með 3:2 forystu fyrir þriðju og síðustu lotu. Ekkert mark var skorað
í þriðju lotu og því engin hátíðarhöld hjá SR í kvöld.
Mörk SA: Jóhann Már Leifsson 1, Gunnar Darri Sigurðsson 1, Orri Blöndal.
Mörk SR: Þórhallur Viðarsson 1, Björn Sigurðarsson 1.