Má segja að setið hafi verið í öllum 505 sætunum í stóra salnum í Hofi á hverri sýningu. Þar sem Matthías Matthíasson tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina mun Jóhannes Haukur leika Eddie í sýningunni á morgun og laugardag í stað Matta. Jóhannes steig einmitt fyrst fram á sjónarsviðið fyrir ellefu árum síðan þegar hann lenti í 2. sæti í söngkeppni framhaldsskólanna, og þá með lagi úr Rocky Horror. Þetta mun þó ekki vera í fyrsta sinn sem Jóhannes leysir Matta af hólmi í leikhúsinu en hann hljóp einnig í skarðið fyrir Matta í söngleiknum Footloose sem og í Barnasöngleiknum Hafið Bláa.
Sem fyrr segir er fyrsta aukasýnngin á morgun föstudag en næstu sýningar verða laugardaginn 12. febrúar, laugardaginn 19. febrúar og föstudaginn 25. febrúar. Lögin úr sýningunni hafa verið gefin út á geisladisk og fást í öllum helstu plötu-, bóka- og matvöruverslunum.