Heildarfjöldi umsókna liggur þó ekki fyrir enn þar sem bærinn á eftir að auglýsa nokkrar stöður til viðbótar, samkvæmt upplýsingum frá Dagnýju Bolladóttur verkefnisstjóra auglýsinga- og fræðslumála hjá Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar. Árið 2010 bárust 708 umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ. Fjöldi starfa í boði í ár er mjög svipaður og í fyrra.