Sjö félög í Grýtubakkahreppi hafa fengið úthlutað styrkjum frá útgerðarfélaginu Sænesi og fór athöfn fram í Jónsabúð, en alls úthlutaði Sænes ríflega 6 milljónum króna í styrki fyrir árið 2013. Þau félög sem fengu styrki voru, Hestamannafélagið Þráinn sem fékk 300 þúsund krónur, Útgerðarminjasafnið á Grenivík fékk hálfa milljón og Laufás-Grenivíkursókn sömu upphæð. Björgunarsveitin Ægir fékk 600 þúsund, sumarhátíðin Grenivíkurgleðin 700 þúsund, Golfklúbburinn Hvammur 1,5 milljónir og Íþróttafélagið Magni hlaut 2 milljóna króna styrk.