"Ég fékk úthlutað námsorlofi á næsta skólaári. Ég mun halda áfram rannsóknum mínum á sviði skólaþróunar og meðal annars skoða áhugahvöt nemenda og trú á eigin færni en árið 2009 skrifaði ég meistarprófverkefni við Háskóla Îslands þar að lútandi. Mun ég að líkindum vinna rannsóknina í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Svo langar mig að snúa mér aðeins að tónlistinni ef tími gefst til," sagði Hjalti Jón.