Það tókst ekki og í gær var félagið úrskurðað gjaldþrota. Ingvar Þóroddsson, lögmaður á Akureyri, er skiptastjóri og hann segir ekki komið í ljós hversu stórt gjaldþrotið er. Hann sé nýkominn að málinu og kröfulýsingar í þrotabúið taki að berast á næstu dögum og vikum. Ríflega fjörutíu nemendur stunduðu nám við RES orkuskólann, langflestir þeirra erlendir, en skólinn bauð upp á nám í endurnýjanlegum orkufræðum. Skólaárinu lýkur í febrúar og Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands hafa borið faglega ábyrgð á námi nemenda RES orkuskóla. Stefán B. Sigurðsson, rektor HA, segir að nú sé verið að vinna í því að tryggja að útskrift þessara nemenda gangi eftir með eðlilegum hætti. Þetta kemur fram á vef RÚV.