Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi formlega stofnuð á Akureyri

Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, var formlega stofnuð í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmið stöðvarinnar er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum og ofbeldi í nánum samböndum, m.a. með samvinnu við samsvarandi stofnanir og félög  hérlendis og erlendis og með því að standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess.  

Einnig er ætlunin að standa fyrir fjölbreyttri útgáfu til að efla þekkingu á ofbeldi og leiðum til að útrýma því, halda úti heimasíðu, ofbeldi.is, þar sem áhugasamir geta náð á einum stað í rannsóknarniðurstöður og fræðsluefni um ofbeldi, standa fyrir námskeiðum um ofbeldi fyrir ýmsa hópa og veita styrki til rannsókna á ofbeldi. Í framkvæmdanefnd Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi sitja þau Ágúst Þór Árnason, lögfræðingur og brautarstjóri grunnnáms í lagadeild HA, dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við HA og Sigrún Sigurðardóttir, PhD (Cand), forstöðumaður, hjúkrunarfræðingur Starfsendurhæfingu Norðurlands og er hún jafnframt forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi. Í stjórn miðstöðvarinnar sitja svo 14 fulltrúar.

Nýjast