Rakel og Arna hugsanlega á lán til Spánar

Knattspyrnukonurnar Rakel Hönnudóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir frá Þór/KA, eru að öllum líkindum á leiðinni til Spánar þar sem þær fara á lán til Atletico Malaga. Þær munu þó snúa aftur til baka fyrir sumarið og leika með Þór/KA í Pepsi-deildinni.

Að sögn Viðars Sigurjónssonar þjálfara Þórs/KA er þetta þó ekki frágengið. „Hins vegar gæti það verið kostur fyrir þær og jafnframt okkur ef að þær spila með sterku liði á Spáni og koma svo ferskar til okkar fyrir tímabilið,” segir Viðar.

Nýjast